Færsluflokkur: Bloggar
18.10.2007 | 15:13
Af málum málanna.
Til þess að taka saman atburði síðustu daga geri ég orð Jóns Sigurðssonar Seðlabankastjóra að mínum:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa látið tilfinningar og skapsmuni hlaupa með sig í gönur. Þetta er bernskt, vanþroskað upphlaup og vandræðalegt orðagjálfur. Þeir eru í uppnámi og verður áreiðanlega fyrirgefið það. Auðvitað á að gefa borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins tíma til að ná jafnvægi á ný. Þetta er gott fólk sem líður illa. Við vorkennum því."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 21:44
Af skalla Adolfs Inga
Loksins, loksins kominn í langþráð frí. Enda komin rigningar suddi með hausti og látum. Nú er einungis einn fundur eftir í fyrramálið og þá er maður kominn í sumarfrí fram í september. Margt gerst í sumar sem í frásögur væri færandi og hver veit nema ég komi til með að skrifa langar og merkar greinar um það.
Á meðan sit ég og hlusta á rás 2 og heyri Adolf Inga nudda mér upp úr því að það séu 17 ár síðan Liverpool vann enska meistaratitilinn. Það var einmitt á svipuðum tíma og Adolf hafði hár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2007 | 20:58
Af leti minni.
Undanfarnar vikur hef ég eins og alþjóð hefur tekið eftir verið helst til heftur við innsetningu nýrra færslna. Ég mun halda því áfram framundir haust en stefni að því að koma til baka úthvíldur og tilbúinn til bloggunar. þangað til bíð ég ykkur gleðilegs sumars og farsældar á komandi mánuðum.
Nonni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2007 | 17:24
Enn og aftur svindl.
....og sannast nú hið fornkveðna, Man Utd vinna alltaf með svindli.
Rannsakað hvers vegna Howard lék ekki gegn United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2007 | 10:29
Til hamingju Man utd.
Gærdagurinn var góður dagur (3:0 fyrir Milan) þrátt fyrir að dagurinn þar á undan hafi jafnvel verið enn betri. Með púkabrosið á smettinu óska ég vinum og kunningjum sem halda með Man utd. til hamingju með góðan árangur.
4. sætið í Meistaradeild Evrópu er alls ekki svo slæmur árangur.
Annað var það ekki.
p.s. Héðinn og Gulla!
Muhhahahahahahahahahhaa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 13:54
Lengi lifi kommúnisminn og hinn rauði her
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.
Til hamingju með daginn.
Annað var það ekki............
P.s. Hér á undan ætlaði ég að birta langann pistil um 1. maí og tengsl mín við þann dag. Það er hins vegar svo þessa dagana að ég er haldinn bloggleti og bloggleiðindum og bloggþreytu og í hvert sinn sem ég ætla að setjast við þessa dagana, horfi ég á skjáinn nenni ekki fyrir mitt litla líf að blogga.
Annars er það svo að ég kynntist 1. maí 1990. Fram að þeim tíma hafði þessi dagur verið kærkominn frídagur þar sem mér datt allt annað í hug en réttindabarátta og hvað þá hallærisleg kröfuganga. Ætti ekki annað eftir heldur en að marsera með einhverju síðskeggjuðu mussuliði á almannafæri. Nei frídagur var það.
En svo fullorðnaðist ég. Var nefnilega plataður til þess að verða formaður í INSÍ. Ég hugsa alltaf til forvera míns, kjarnakvendi sem var alin upp í verkalíðsbaráttu, sem hristi ótt og títt höfuðið yfir þessu manni sem jöfnum höndum missti út úr sér orðin frídagur og skrúðganga. "Þetta er ekki frídagur heldur baráttudagur og þetta heitir kröfuganga". "Heldur þú að við værum stödd þar sem við erum í dag, með verkfallsrétt, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði o.s.fr. ef menn hefðu mætt með blöðru og sautjándajúnífána í gönguna". Svo skók hún hnefann og æpti/hvæsti á mig "Lengi lifi kommúnisminn og hinn rauði her".
Og hægt og rólega seytlaðist þetta inn. Ekki einungis vegna leiðréttinga frá öðrum heldur einnig vegna þess að ég lifði og hrærðist í þessum málum í nokkur ár. Tók þátt í kröfugöngum, hélt á fánum, hélt á kröfuspjöldum, hélt meira að segja einu sinni á Bermúdaskál við hliðina á 3. metra hárri atvinnuleysisvofu. Það árið var ég með krullótta hárkollu.
Datt þetta í hug í gær þegar ég útlistaði fyrir 18. ára gömlum syni mínum í gærkveldi að þetta væri ekki frídagur. Hann var nefnilega að fá útborgað frá sjúkrasjóði sínum í gær eftir hafa þurft að hætta í vinnu vegna veikinda. "Fullt af pening án þess að þurfa vinna handtak og svo er frí á morgunn og skrúðganga og allt".
"Þetta er ekki frídagur heldur baráttudagur og þetta heitir kröfuganga". "Heldur þú að við værum stödd þar sem við erum í dag, með verkfallsrétt, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði o.s.fr. ef menn hefðu mætt með blöðru og sautjándajúnífána í gönguna". "Þú góði minn ert að njóta þeirra verka sem aðrir á undan þér kröfðust og þér er réttast sem sonur minn að átta þig á því út á hvað þetta gengur og bera virðingu fyrir því".
Umræðan var lengri og ýtarlegri en að lokum steytti ég hnefann framan í hann og æpti/hvæsti á hann "Lengi lifi kommúnisminn og hinn rauði her".
Hvað sem það nú þýðir annars........
Annað var það ekki.......
Baráttudagur verkamanna haldinn hátíðlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2007 | 00:27
Hundur sem bítur.....
Einhverjir hafa verið að spekulera yfir því hvort stúlkan hafi ögrað hundinum.
Það breytir engu máli hvort stúlkan ögraði hundinum eða ekki. Hundurinn beit stúlkuna og hundur sem bítur frá sér á ekki að vera í nálægð við annað fólk heldur en eiganda sinn. Ef hundur bítur mann á að vera áfrávíkjanleg regla að honum skal lógað. Ég er sjálfur hundaeigandi og ræktandi. Tegundin sem ég rækta hefur átt það til að glefsa frá sér ef að þeim er ekki kennt og uppalið í þeim að það sé bannað. Ef það kæmi fyrir að mínir hundar gerðu slíkt myndi ég láta lóga þeim um leið. Hvort sem það er sárt fyrir fjölskyldu og eigendur þá eru þetta samt sem áður einungis hundar.
Hundur sem einu sinni bítur mun að öllum líkindum gera það aftur.
Annað var það ekki.......
Sauma þurfti 8 spor eftir að hundur beit stúlku í handlegginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 15:28
Myndagátan
Það var greinilegt að það var ekki bara ég sem fékk fólk í kringum mig. Bróðir minn sendi svar í morgunn sem bar þess merki að nokkrir væru búnir að liggja yfir myndinni. Menn virðast sammála um að Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann svaraði hjálparbeiðni frá einum á póstlista bróður míns:
"Hér kemur mín tillaga. Mér sýnist að flugvélin hafi verið stödd nokkuð
skammt norður af Laugarvatni og að myndin sé tekin til
vest-norðvesturs. Ég bætti fáeinum nöfnum inn á myndina!
Kveðja,
gh."
Annað var það ekki..................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 15:19
Nú förum við í stræk
Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.4.2007 | 13:54
Föstudagurinn Langi
Besti dagur ársins liðinn. Eftir því sem ég verð eldri hefur föstudagurinn langi spilað stærra hlutverk hjá mér. Í gamla daga var þetta einn af lengstu og leiðinlegustu dögum ársins en það hefur breyst. Og það merkilega við það þá eyði ég stórum hluta dagsins við íhugun á píslagöngu krists. Fastur liður á föstudaginn langa fer í að hlusta á Jesu christ Superstar. Stórmerkilegur söngleikur sem bestast með hverju árinu. Er búinn að sökkva mér inn söguna á bak við söngleikinn og í kringum hann. Reyndi síðan með nýjustu tækni (Torrent) að sjá hvort hægt væri að finna fleiri útgáfur af verkinu en því miður þá virðist eingöngu vera hægt að finna þær upptökur sem ég á þegar til, fyrsta útgáfa, fyrsta broadway útgáfa, kvikmyndin og sá íslenski).
Hins vegar í leit minni, datt ég niður á skemmtilegan pakka frá áhugamanni um söngleikinn Chess. 7 útgáfur! Demo upptökur frá Björn og Benny, Sænska útgáfan, Broadway, London, tvær live upptökur önnur frá Broadway hin frá Gautaborg og síðast en ekki síst Platan sjálf.
Skil ekkert í því af hverju þetta stykki hefur ekki verið sett upp á Íslandi.
Annað var það ekki........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tenglar
Vandalausir
Þeir sem ég les reglulega
Vandamenn
Ég og mínir
- Prinsupessan Prinsupessan
- Mussan Hugleiðingar leynimussu
- Sveimhugi Stopular hugleiðingar miðaldra manns
- Frussan Frussungar hugleiða
- Mákonan Hugleiðingar miðaldra konu í Danmörku
- Skottan Hugleiðingar miðaldara konu í Danmörku
- Gamla bloggið