7.4.2007 | 13:54
Föstudagurinn Langi
Besti dagur ársins liðinn. Eftir því sem ég verð eldri hefur föstudagurinn langi spilað stærra hlutverk hjá mér. Í gamla daga var þetta einn af lengstu og leiðinlegustu dögum ársins en það hefur breyst. Og það merkilega við það þá eyði ég stórum hluta dagsins við íhugun á píslagöngu krists. Fastur liður á föstudaginn langa fer í að hlusta á Jesu christ Superstar. Stórmerkilegur söngleikur sem bestast með hverju árinu. Er búinn að sökkva mér inn söguna á bak við söngleikinn og í kringum hann. Reyndi síðan með nýjustu tækni (Torrent) að sjá hvort hægt væri að finna fleiri útgáfur af verkinu en því miður þá virðist eingöngu vera hægt að finna þær upptökur sem ég á þegar til, fyrsta útgáfa, fyrsta broadway útgáfa, kvikmyndin og sá íslenski).
Hins vegar í leit minni, datt ég niður á skemmtilegan pakka frá áhugamanni um söngleikinn Chess. 7 útgáfur! Demo upptökur frá Björn og Benny, Sænska útgáfan, Broadway, London, tvær live upptökur önnur frá Broadway hin frá Gautaborg og síðast en ekki síst Platan sjálf.
Skil ekkert í því af hverju þetta stykki hefur ekki verið sett upp á Íslandi.
Annað var það ekki........
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tenglar
Vandalausir
Þeir sem ég les reglulega
Vandamenn
Ég og mínir
- Prinsupessan Prinsupessan
- Mussan Hugleiðingar leynimussu
- Sveimhugi Stopular hugleiðingar miðaldra manns
- Frussan Frussungar hugleiða
- Mákonan Hugleiðingar miðaldra konu í Danmörku
- Skottan Hugleiðingar miðaldara konu í Danmörku
- Gamla bloggið
Athugasemdir
Svo fékkstu líka gott að borða...
Ingveldur Lára Þórðardóttir, 7.4.2007 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.