6.11.2007 | 10:15
Besta plata allra tíma: Er eitthvað að ?
Tók þátt í kosningu á bestu íslensku plötu allra tíma hér á mbl.is.
Valdi eftirfarandi:
Bubbi - Ísbjarnarblús
Grýlurnar - Mávastellið
Megas & Spilverkið - Á bleikum náttkjólum
Þursaflokkurinn - Gæti eins verið
Er eitthvað að ? - Jóhann R. Kristjánsson
Bætti við síðustu plötunni og mæli með því við lesendur mína að þeir geri slíkt hið sama.
Jóhann Kristjánsson kemur, að ég held frá Egilstöðum, en var á vertíð í Vestmannaeyjum eitt sinn. Vertíðarhýruna tók hann og setti í hið stórkostlega meistaraverk "Er eitthvað að?". Á skífu þessari má heyra 4 lög, annars vegar 2 á íslensku hliðinni og hins vegar 2 á erlendu hliðinni. Sagan segir að "stuttur"dómur um plötuna hafi birst í einhverju blaðinu og hafi hann einungis verið ein setning " Já, það er eitthvað að". Ber það tíðarandanum vitni og hroki blaðamanns er mikill. Ekki er reynt að leggja dóm á frumlega útsetningar, skemmtilega texta, létt og frambærilegt spil á hljóðfæri svo maður tali nú ekki um Milletúlpurnar sem virðist hafa verið hljómsveitarklæðnaður á Egilstöðum um tíma.
Í Milletúlpu, með uppbrettar ermar....
En hvað um það. Sagan hefur þó ljáð Jóhannesi uppreisn æru þar sem plata hefur nú orðið ákveðinn gullsess í íslensku tónlistarlífi og vitað er að stórum hópi íslendinga sem er og mun ávallt telja sig til dyggra stuðningsmanna. Einnig er vert að segja frá því að Dr. Gunni (Rokksaga Íslands) og Jens Guðmunds(Poppbókin(Þessi gula sem til er í öllum stéttarfélagssumarbústöðum)) gefa þessari plötu fullt hús stiga.
Fyrir ykkur hin sem hafið ekki heyrt þessa snilld skveraði ég skífunni á tónlistarspilarann hérna hægra megin á síðunni.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tenglar
Vandalausir
Þeir sem ég les reglulega
Vandamenn
Ég og mínir
- Prinsupessan Prinsupessan
- Mussan Hugleiðingar leynimussu
- Sveimhugi Stopular hugleiðingar miðaldra manns
- Frussan Frussungar hugleiða
- Mákonan Hugleiðingar miðaldra konu í Danmörku
- Skottan Hugleiðingar miðaldara konu í Danmörku
- Gamla bloggið
Athugasemdir
Ég smellti inn..
todmobile- todmobile
Sykurmolarnir life is to good
hinn íslenski þursaflokkur- þursabit
Bubbi Isbjarnablús
ekki endilega í þessari röð.
Óskar Þorkelsson, 6.11.2007 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.