Villi Vill og spilakassarnir.

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur undanfarna daga farið fyrir þeim íbúum Breiðholts sem vilja ekki fá spilakassavíti í Mjóddina.

Ég er í sjálfu sér sammála þeim rökum sem ég hef heyrt hann setja fram, um að spilakassarnir hafi lagt líf fólks í rúst og eftir sitja fjölskyldur í sárum og að svona rekstur hafi ekkert að gera í nágrenni skóla og í íbúðahverfum. Mér hefur líka alltaf þótt undarlegt að samtök eins og SÁÁ og Háskólinn skuli vera þeir aðilar sem reka batteríið.

Mér finnst þessi umræða hins vegar merkileg út frá því að það er fyrst núna sem menn taka við sér og eru á móti þessum stöðum en fannst ekkert að því þegar sambærilegir staðir spruttu upp í öðrum íbúðahverfum. Gæti það verið að Borgarstjóri allra Reykvíkinga hafi ekki haft áhyggjur af málinu fyrr en átti að opna einn í bakgarðinum hjá honum sjálfum?

Annað var það ekki...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Eða kannski að þetta er fyrsti spilakassasalurinn sem var opnaður eftir að hann varð borgarstjóri?

TómasHa, 8.1.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson
Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband