Af raunum heimasætunnar....

Þurfti að bregða mér á læknavaktina í nú í kvöld þar sem unglingnum á heimilinu, sem hefur legið rúmföst á aðra viku, hafði slegið niður. Var kominn með hátt í 39 stiga hita, eyrnaverk og hor á báðar nasir. Reyndar hóf hún veikindatörnina á ælupest sem rann af henni um helgina en þá tók við hitaslæðingur og hálsbólga. Og núna er hún trúlegast kominn með RS vírus samkvæmt doktornum á Læknavaktinni. Sá sagði okkur af því að einar fjórar umgangspestir hrjái nú landann. Nýjustu fréttir úr skóla unglingsins eru þær að 65 nemendur af 300+ hafi mætt í tíma í gær.

"Ég þoli þetta ekki" hvæsti hún í átt að foreldrum sínum eins og við værum ábyrg fyrir því að hafa smitað hana. "... og svo er ég orðinn húkt á "My Sweet Fat Valentina". Þetta er náttúrulega bara sorglegt."

Annað var það ekki......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er búin að fatta þetta vonlausa kommentakerfi, loksins, eftir að mörg gullkornin hafi fari til spillis á þessari síðu.  Alveg hræðilega sorglegt fyrir handhafa Laddaverðlaunanna.

Óska heimasætunni góðs bata.

Skotta (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson
Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 13635

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband