Lengi lifi kommúnisminn og hinn rauði her

ALþJóðASöNGUR  VERKALýðSINS

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður!  Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
  þó að framtíð sé falin,
  grípum geirinn í hönd,
  því Internationalinn
  mun tengja strönd við strönd.


 Til hamingju með daginn.

Annað var það ekki............

 

P.s.  Hér á undan ætlaði ég að birta langann pistil um 1. maí og tengsl mín við þann dag. Það er hins vegar svo þessa dagana að ég er haldinn bloggleti og bloggleiðindum og bloggþreytu og í hvert sinn sem ég ætla að setjast við þessa dagana, horfi ég á skjáinn nenni ekki fyrir mitt litla líf að blogga.

Annars er það svo að ég kynntist 1. maí 1990. Fram að þeim tíma hafði þessi dagur verið kærkominn frídagur þar sem mér datt allt annað í hug en réttindabarátta og hvað þá hallærisleg kröfuganga. Ætti ekki annað eftir heldur en að marsera með einhverju síðskeggjuðu mussuliði á almannafæri. Nei frídagur var það.

En svo fullorðnaðist ég. Var nefnilega plataður til þess að verða formaður í INSÍ. Ég hugsa alltaf til forvera míns, kjarnakvendi sem var alin upp í verkalíðsbaráttu, sem hristi ótt og títt höfuðið yfir þessu manni sem jöfnum höndum missti út úr sér orðin frídagur og skrúðganga. "Þetta er ekki frídagur heldur baráttudagur og þetta heitir kröfuganga". "Heldur þú að við værum stödd þar sem við erum í dag, með verkfallsrétt, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði o.s.fr. ef menn hefðu mætt með blöðru og sautjándajúnífána í gönguna". Svo skók hún hnefann og æpti/hvæsti á mig "Lengi lifi kommúnisminn og hinn rauði her".

Og hægt og rólega seytlaðist þetta inn. Ekki einungis vegna leiðréttinga frá öðrum heldur einnig vegna þess að ég lifði og hrærðist í þessum málum í nokkur ár. Tók þátt í kröfugöngum, hélt á fánum, hélt á kröfuspjöldum, hélt meira að segja einu sinni á Bermúdaskál við hliðina á 3. metra hárri atvinnuleysisvofu. Það árið var ég með krullótta hárkollu.

Datt þetta í hug í gær þegar ég útlistaði fyrir 18. ára gömlum syni mínum í gærkveldi að þetta væri ekki frídagur. Hann var nefnilega að fá útborgað frá sjúkrasjóði sínum í gær eftir hafa þurft að hætta í vinnu vegna veikinda. "Fullt af pening án þess að þurfa vinna handtak og svo er frí á morgunn og skrúðganga og allt".

"Þetta er ekki frídagur heldur baráttudagur og þetta heitir kröfuganga". "Heldur þú að við værum stödd þar sem við erum í dag, með verkfallsrétt, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði o.s.fr. ef menn hefðu mætt með blöðru og sautjándajúnífána í gönguna". "Þú góði minn ert að njóta þeirra verka sem aðrir á undan þér kröfðust og þér er réttast sem sonur minn að átta þig á því út á hvað þetta gengur og bera virðingu fyrir því".

Umræðan var lengri og ýtarlegri en að lokum steytti ég hnefann framan í hann og æpti/hvæsti á hann "Lengi lifi kommúnisminn og hinn rauði her".

Hvað sem það nú þýðir annars........

Annað var það ekki.......

 
mbl.is Baráttudagur verkamanna haldinn hátíðlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingveldur Lára Þórðardóttir

Húga, húga, húga!!!!

Það var nú þónokkuð um sautjándajúnífána og eitthvað um blöðrur í göngunni í ár.

Ingveldur Lára Þórðardóttir, 1.5.2007 kl. 18:08

2 identicon

Gat summuna af átta og tíu án þess að þurfa að telja á puttunum.

Ída Ingólfsdóttir

Skottan (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson
Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 13635

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband