7.4.2007 | 13:54
Föstudagurinn Langi
Besti dagur ársins liðinn. Eftir því sem ég verð eldri hefur föstudagurinn langi spilað stærra hlutverk hjá mér. Í gamla daga var þetta einn af lengstu og leiðinlegustu dögum ársins en það hefur breyst. Og það merkilega við það þá eyði ég stórum hluta dagsins við íhugun á píslagöngu krists. Fastur liður á föstudaginn langa fer í að hlusta á Jesu christ Superstar. Stórmerkilegur söngleikur sem bestast með hverju árinu. Er búinn að sökkva mér inn söguna á bak við söngleikinn og í kringum hann. Reyndi síðan með nýjustu tækni (Torrent) að sjá hvort hægt væri að finna fleiri útgáfur af verkinu en því miður þá virðist eingöngu vera hægt að finna þær upptökur sem ég á þegar til, fyrsta útgáfa, fyrsta broadway útgáfa, kvikmyndin og sá íslenski).
Hins vegar í leit minni, datt ég niður á skemmtilegan pakka frá áhugamanni um söngleikinn Chess. 7 útgáfur! Demo upptökur frá Björn og Benny, Sænska útgáfan, Broadway, London, tvær live upptökur önnur frá Broadway hin frá Gautaborg og síðast en ekki síst Platan sjálf.
Skil ekkert í því af hverju þetta stykki hefur ekki verið sett upp á Íslandi.
Annað var það ekki........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 09:58
Af hverju er myndin?
Þar sem ég er mikill áhugamaður um getraunir og spurningakeppnir þá smelli ég hérna inn mynd einni sem ég fékk senda frá bróður mínum í dag. Hann sjálfur man ekki hvar hann tók hana en var á flugi yfir Íslandi. Hugmyndir eru vel þegnar.
Annað var það ekki......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 22:09
1. apríll
Fyrir nokkuð mörgum árum var ég látinn hlaupa apríl af sænskum mági. Eins og kunnugir greina í tón mínum þá hefur honum ekki enn verið fyrirgefið, enda maðurinn finnskur í aðra ættina. Það eru fleiri sem hafa orðið fyrir barðinu á honum.
Ég mætti á stórum sendiferðabíl á miðjum Skólavörðustíg kl 9:00 á sunnudagsmorgni til þess að ná í ísskáp.
Einhver átti símtal við biskup sem átti að vera með Led Zeppelin plötusafn á útsölu.
Annar mætti í kafaragalla niður á bryggju til þess að skera net úr skrúfu.
Sumir mættu í vinnu við tónleika í Laugadalshöll.
Þetta er bara nokkur dæmi sem mér dettur í hug.
Það var þó aðallega á fyrstu árum útlendingsins sem við féllum fyrir þessu enda hef ég undanfarin 10 ár eða svo verið í samtökum sem sérhæfa sig í því að koma í veg fyrir að svíanum takist að aprígabba. Við sendum samviskulega út viðvaranir til hvers annars á þessum degi hvert ár. Það hefur margkomið í veg fyrir hrekki svíans og að þeim punkti að hann virðist vera farinn að missa áhugan fyrir þessari skemtun sinni.
Og það var einmitt það sem beðið var eftir. Eins og reiði guðanna steyptum við okkur yfir hann og lögðum fyrir hann snöru sem hann ekki einungis gekk beint í heldur flækti sig í henni eins og sært dýr þegar hann reyndi að afsaka sig og gera lítið úr því að hann hefði hlaupið apríl. Buhuhuhuuu.....
Síðan eru liðin tvö ár og hann virðist hafa áttað sig á því að það er ekkert fyndið þega bitur aulahrollurinn rennur í gegnum mann þegar maður áttar sig á því að hafa verið plataður. Við tökum þó enga sénsa og í dag eins og aðra aprílgabbs daga var sent út "Janalert".
Annað var það ekki.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 22:16
Topp 3 listi
Topplistinn er að þessu sinni tileinkaður bloggurum sem bjóða upp á fynd. Hann samanstendur af eftirfarandi :
JR, (Merkilegt hvernig öllum meðlimum Rokklinganna tókst að klúðra sínum sólóferli. / Ég hitti Eirík Hauksson í partý og spjallaði við hann í klukkutíma áður en ég fattaði að þetta var Margrét Eir. / Hann var búinn að gráta í þrettán klukkutíma í fanginu á mér þegar ég mundi hvað þessir hommar geta verið viðkvæmir.)
Nosejob ( Ímyndað samtal: Sigrún: "Yo, Neivindur!", Neivindur: "Jón Eyvindur? Ha?" / Valsleikir: Maður sem sleikir ekki hvað sem er. / Bjarnleifur: "Þessi staðhæfing er röng, Reimar." Reimar: "Ha? er þessi staðhæfing raungreinar?")
KOnráð (Það varð uppi fótur og fit í Teletubbies um daginn þegar Pó forfallaðist og það þurfti að kalla til Gestapó. / Ég ræðst ekki á Karl Garðarsson þar sem hann er lægstur. / Mig langar rosalega til að starfa við afgreiðslustörf. Þá get ég sagt NASTY! þegar ég kalla á næsta kúnna.)
Annað var það ekki....................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2007 | 21:28
Hér er ég, góðann daginn, daginn, daginn.......
Eins og dyggir lesendur hafa tekið efti þá hefur lítið borið á færslum frá mér undanfarnar vikur. Ástæðurnar eru nokkrar en helst þó að ég var eiginlega orðinn hundleiður á því að standa í því að hafa eitthvað að segja. Reyndar hélt ég eins og eina árshátíð fyri 1600 manns (reyndar með öðrum) og farið í fermingar og verið í vinnu o.s.fr. Á meðan hafa atburðir líðandi stundar sjaldan eða aldrei verið eins krassandi og velásmjattandi. Klámsögumálið og feministahneykslun og Smáralindarklámið og hneykslun hinna og síðan samþykkjum við vændi í framhaldi.
Framhald ræðst af nennu og tíma en að sjálfsögðu hvet ég ykkur til að fylgjast með.
Annað var það ekki..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 09:26
Slæmar fréttir
Eiður Smári orðaður við Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 14:42
Pulp fiction
Nakinn sendiherra kallaður heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 14:19
Hróður Sveimhuga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 10:48
Prins Póló
Dr. Gunni er duglegur á internetinu. Myndin sem fylgir nýjustu færslunni hjá honum fyllir mann nostalgígju. Nokkrir vinnufélagar mínir útbjuggu "Í neyð, brjótið glerið" kassa þegar skipt var um umbúðir á Prince pólóinu. Sá kassi hefur nú hangið upp á vegg örugglega í hátt á 10 ár, baðaður sól og ryki. Ég fæ samt alltaf vatn í munn þegar ég rek augun í hann.
... sem minnir mig á það, eru þeir hætti að framleiða Smakk?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2007 | 16:18
Hver fær stærra stykkið af rabbabara....
Þegar ég kom heim frá Ameríku hér um árið eftir dvöl mína þar höfðu Stuðmenn valið Látúnsbarkann Bjarna Ara. Fyrsta sem ég heyrði í útvarpinu var poppsmellurinn "Allt sem máli skiptir" með barkanum að tarna. Gekk það lag lengi undir heitinu "Hver fær stærra stykkið af rabbabara, ég eða þú". Minntist þess þegar ég las um "Langömmu og saurinn". Það væri nú ekki vitlaus hugmynd að taka saman lista yfir svona misheyrnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tenglar
Vandalausir
Þeir sem ég les reglulega
Vandamenn
Ég og mínir
- Prinsupessan Prinsupessan
- Mussan Hugleiðingar leynimussu
- Sveimhugi Stopular hugleiðingar miðaldra manns
- Frussan Frussungar hugleiða
- Mákonan Hugleiðingar miðaldra konu í Danmörku
- Skottan Hugleiðingar miðaldara konu í Danmörku
- Gamla bloggið