Færsluflokkur: Bloggar

Enn um Man Utd. og svindl.

Í gær átti ég í viðræðum um hvernig hægt væri að fjölga heimsóknum á blogsíður sem og að fá fólk til þess að taka þátt í gagnvirkri notkun á síðunni. Niðurstaðan var helst sú að móðgandi blogfærslur væru sennilega besta leiðin til þess. Það var því svo að farið var af stað með smávæginlega tilraun til þess að athuga hvort speki vor reyndist rétt. Niðurstaðan kom mér reyndar á óvart enda átti ég von á fleirum en þó voru tveir sem var það mikið niðri fyrir að þeir sendu mér athugasemd. Það mætti svo sem segja að þeir sanni mál mitt en þó gæti verið að skemmtilega skrifað blog geri sama gagn.

Ég tel mig þó vera búinn að sanna að Man utd. áhangendur eru upp til hópa hörundsárt fólk sem gerir ekki greinamun á því hvað sé rétt og hvað sé rangt í dómgæslu þegar kemur að þessu skíta liði.

 

Annað var það ekki........


...enn á ný vinnur þetta lið með svindli!

Ótrúlegt hvað þetta lið kemst alltaf upp með. Enn einn sigurinn á svindli.....

Hata Manchester United..................


mbl.is Manchester United vann í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mika

Mér áskotnaðist nýr diskur í vikunni og hefur hann fengið að hljóma ótt og týtt. "Life in Cartoon Motion" með Mika. Hann er þeim göldrum gæddur að stuðla að léttleika og brosum hjá hlustendum og tel ég víst að þessi muni fara á topp 5 lista um næstu áramót. Í hrifningu minni fletti ég upp á dómum um plötuna og sá að Mika þessi á ekki upp á pallborðið hjá þeim en þetta eru svo sem sömu menn og hédu ekki vatni yfir nýjustu plötu Bob Dylan. Ekki það að hún sé slæm en verður seint talinn til þess meistarastykkis sem gagnrýnendur töldu hana. En ég er sem sagt uppfullur af gleðipoppi þessa dagana.

Mika - Life in cartonmotion = **** og hálf


Af raunum heimasætunnar....

Þurfti að bregða mér á læknavaktina í nú í kvöld þar sem unglingnum á heimilinu, sem hefur legið rúmföst á aðra viku, hafði slegið niður. Var kominn með hátt í 39 stiga hita, eyrnaverk og hor á báðar nasir. Reyndar hóf hún veikindatörnina á ælupest sem rann af henni um helgina en þá tók við hitaslæðingur og hálsbólga. Og núna er hún trúlegast kominn með RS vírus samkvæmt doktornum á Læknavaktinni. Sá sagði okkur af því að einar fjórar umgangspestir hrjái nú landann. Nýjustu fréttir úr skóla unglingsins eru þær að 65 nemendur af 300+ hafi mætt í tíma í gær.

"Ég þoli þetta ekki" hvæsti hún í átt að foreldrum sínum eins og við værum ábyrg fyrir því að hafa smitað hana. "... og svo er ég orðinn húkt á "My Sweet Fat Valentina". Þetta er náttúrulega bara sorglegt."

Annað var það ekki......


Álög á félagi formanns KSÍ?

Samkvæmt Fréttablaðinu boðar það ekki gott fyrir félög í baráttunni um íslandsmeistaratitil að formaður KSÍ komi úr þeirra röðum. 

Eins gott að Ceres 4 hætti við að bjóða sig fram til formanns.

Annað var það ekki..................


Þeir sem kunna landafræði.....

Ég var búinn að skrifa langa og merka færslu sem átti að vera innlegg um álit mitt á konum sem ég kýs að kalla feminískar mussur. Greinin virðist hins vegar hafa horfið og verður því ekki birt hér.

Þær fara nú samt sem áður í taugarnar á mér.

 


Fékk þetta sent í pósti.....

Áhugavert viðtal um ástandið í Miðausturlöndum.

Annað var það ekki............


Ísland - Danmörk

Ég er enn miður mín og verð það trúlegast lengi vel enn. Helvítis Danir. Frábær leikur og strákarnir stóðu sig vel. Var hins vegar búinn að segja að ef leikurinn gegn Frökkum myndi vinnast yrði ég ánægður með frammistöðuna, hvernig sem framhaldið yrði. Væntingarnar eru þó alltaf til staðar og þegar þeir jöfnuðu í venjulegum leiktíma hélt ég virkilega að loksins myndi maður upplifa að sjá íslenskt landslið spila um verðlaun á stórmóti. En þrátt fyrir að maður sé aumur á sálinni stóðu drengirnir sig með mestu prýði og geta verið stoltir af frammistöðu sinni. Reyndar lítið varið í það stolt þegar maður tapar.

 Annað var það ekki...... 


Fréttatilkynning

Þar sem einhverjir hafa kvartað yfir því hér sé ekki uppfært nóg er hér með bent á eftirfarandi staðreyndir.

  • Fór í bakinu og undanfarna daga hef ég ekki getað setið í stól lengur en 1-2 mínútur í einu.
  • Það er heimsmeistarkeppni í handbolta.

Annað var það ekki..................


Klofarokk

Þá er það ákveðið að Rokkkvintettinn Ólafía mun standa fyrir og spila á Klofarokki 2007. Mæli með því að lesendur kíki á heimasíðu hátíðarinnar og skrái sig til þáttöku.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson
Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband